Pages

Sunday, March 9, 2014

Fjórföld endajaxlataka


Ég fór í fjórfalda endajaxlatöku í desember 2013. 
Ástæðan fyrir því að mín var fjórföld var sú að mínir jaxlar voru beinir og aðgerðin átti að vera einföld og fljótleg. Ég fór til Júlíus Helga Schopka sem er kjálkaskurðlæknir, sumir tannlæknar gera þetta en minn gerir það ekki og hann mældi með þessu. Áður en ég fór í aðgerðina þurfti ég að koma til þess að fara í myndatöku og viðtal hjá lækninum sem kostaði eitthvað um 10 þúsund. 

Þetta kostaði 105þúsund kr með öllu. 
Það sem er innifalið er
-Sótthreinsandi munnskol
-Sex sterílir bómullar
-Lyfseðill fyrir verkjalyfjum
-Saumtaka 10 dögum seinna. 

Aðgerðin Sjálf
Ég mætti þarna kl 11, alveg hel stressuð og langaði helst að hlaupa út. Tanntæknirinn var mjög indæl og hjálpaði mér mikið að slaka á. Deyfingin var sennileg það versta við þetta allt saman, sprautan sem hann notaði var risavaxin. Hann deyfði allan munninn á mér, líka í góminum. Sprautan sem ég fékk í góminn var það versta við alla aðgerðina. Síðan leyfði hann deyfingunni að virka. Hann tók tennurnar mínar í sundur, krónuna af og dróg rótina síðan upp úr. Þegar hann dregur rótina upp þá finnur maður smá sting en ekkert hræðilegt. Ég var mest hrædd við það að finna skyndilega hræðilegann verk sem gerðist síðan ekkert. En ég vegna þess að ég var svo hrædd þá var ég öll svo stjór og hélt þéttingsfast í stólinn, samt voru þau bæði alltaf að segja mér að slaka á. Ég man helst eftir miklum hávaða sem heyrist í sögunni og titring sem kemur frá henni svo er þrýstingur sem fylgir því þegar hann togar ræturnar upp. Þetta tók nákvæmlega 45 mín. Ég mæli með því að vera með lokuð augun allan tímann og reyna að slaka á. 

Dagur 1 (beint eftir aðgerð)
ATH þetta er versti dagurinn, afsakið ef lýsingarnar eru of mikið fyrir ykkur.
Ég bólgnaði verulega mikið strax og var eins og hamstur. Ég fékk lyfseðil upp á parkódín og íbufen 600mg, ég átti að taka parkódín 1-2 x4 og íbúfen x3. Þau láta mann hafa sterílan bómull sem maður á að hafa þar til að það hættir að blæða. Hjá mér blæddi það mikið að ég kláraði þessa 6 bómulla á innan við tveimur tímum. Þannig mamma fór akút út í apótek að kaupa fleiri. Biðjið um fleiri en einn pakka af bómullunum, það er klárlega þörf fyrir það. Það er líka svo mikið betra að blóðið fari í bómullinn frekar en að hafa það í kjaftinum. Þó að þessi mesta blæðing sé búin þá hættir samt ekki að blæða. 
Maður getur ekki skirpt blóðinu út, bólgan kemur í veg fyrir það. Ég safnaði blóðinu bara saman fremst í munninum og fjarlægði með eldhúsrúllu. Já ég veit, geðslegt. Svo var ég bara með dall og poka hjá mér. Ég fann fyrir verk allan daginn, ég mæli með því að taka 2 parkódín fyrsta daginn, Max skammtur af parkódín eru 8 á dag þannig það er akkúrat Max skammtur. Svo var ég líka með kaldanbakstur á kinnunum sem hjálpaði til með verkinn. 
ATH Alveg bannað að skola munninn með vatni, það er bannað að borða neitt 3-4 klst eftir aðgerðina, bara drekka fann rétt svo til að kyngja töflunum. Ég asnaðist til þess að skola aðeins áður en það mátti og það var fáranlega vont. 
Ég gat lítið borðað, það var ekki grinilegt að borða mat í bland við blóð. Ég náði að borða smá búðing með verkjalyfjum, that's it. 
Ég sofnaði seint og vaknaði oft með blóð í munninum. Einu sinni um nóttina fór ég á salernið og mér brá svo þegar ég sá mig í speglinum því andlitið mitt var 4x stærra en venjulega og ég var öll rauð í framan og með blóð/slef blöndu í munnvikunum, næs ég veit. 

Dagur 2
Verkurinn var ennþá slæmur og ég notaði kaldabakstra til að slá á hann. Ég gat lítið borðað, borðaði jarðaberja ís með rjóma í kvöldmat því mamma sagði að ég þyrfti að gera það. En góðu fréttirnar eru þær að það hætti að blæða þarna um miðjann daginn. Ég var hoppandi glöð með það ! Annars lá ég bara fyrir sem mest og vældi. 

Dagur 3
Ennþá bólgin as hell
Ennþá að sofa illa
Ennþá með verk 
Ennþá að nærast illa. 
En leið samt betur einhvern veginn. 

Dagur 4-6
Bólgan fór að hjaðna aðeins en var alltaf meiri á vinstri kinn. Á 6 degi, eða á þorláksmessu þá fór ég með mömmu í kringluna og það var fyrsta skiptið sem ég fór út úr húsi. Var ennþá bólgin og asnaleg í framan en samt ekki þannig að börn hlógu og bentu á mig. Ef ég hefði farið út fyrr þá hefði það klárlega gerst. Ég var farin að geta borðað með skeið og gat borðað eðlilegt magn en allt í fljótandi formi. Verkurinn var orðinn þolanlegur og ég þurfti ekki lengur að bæta við mig auka parkódín. Ég sofnaði yfirleitt seint en þurfti alltaf að vakna milli 7-8 til þess að taka verkjalyf því ég vaknaði við verkinn, það var mjög vont. Ég mæli með því að stilla klukku kl7 og bara taka lyfin til þess að vera á undan þessum ógeðslega verk. Uppáhalds maturinn minn var jarðaberjaís með jarðaberjasósu, hræður saman. Þau segja við þig að þú eigir ekki að reyna að borða fasta fæðu í viku. 
Það sem fór mest í taugarnar á mér var ekki verkur, heldur fór ég að finna fyrir kláða í góminum á 4 degi sem var alveg stanslaust. Ég held að ástæðan sé sú að það var orðið verulega þröngt upp í mér og tennurnar voru að dreifa úr sér. Þetta var hryllilega pirrandi, mér leið eins og barn sem var að taka tennur. En ég held að þetta sé eitthvað spes fyrir mig því það var svo lítið pláss. 

Dagur 7
Aðfangadagur. Loksins þorði ég að fara með tunguna í skurðsárin til þess að finna hvernig þetta væri þarna. Bragðið sárunum er ógeðslegt og maður finnur að það eru opin sár í munninum á ser svona almennt séð. Þó það blæði ekki úr þeim þá vessar aðeins og það kemur hiti frá þeim. En það tekur tíma að venjast þessum holum sem eru þarna. Á aðfangadag þá gat ég byrjað að borða, það gerðist bara skyndilega um kvöldið að ég gat það. Ég hafði reynt deginum áður að borða jógúrt með einhverju í og það var svo vont. Ég gat samt bara tuggið öðrum megin, hinum megin var það vont. Bólgan var nokkurn veginn hjóðnuð á þessu stigi.

Rest
Ég hætti að taka parkódín á 8 eða 9 degi held ég, fór að taka panodil í staðinn. Svo á 10unda degi fór ég í saumtöku, guð hvað það var gott að losna við þessar þvottasnúrur úr munninum á sér. Með tímanum þá hjaðnaði náttúrulega bólgan í tannholdinu og saumarnir urðu lausir þannig ég fann þá svona hreyfast til upp í mér. Holurnar sem verða eftir tennurnar lokast ekki alveg fyrr en eftir svona 2 mánuði, en það er sjúklega pirrandi þegar það festist matur þarna ofan í og maður nær honum ómögulega uppúr. En það þarf að fylgjast með að maturinn fari uppúr til þess að koma í veg fyrir sýkingu. Ég notaði munnskolið grimmt, það var svo þægilegt að vita að þetta væri sótthreinsandi því það síðasta sem ég vildi var að fá sýkingu. Margir höfðu talað við mig áður um einhverja hræðilega andfýlu sem fylgdi þessu. Ég varð ekki vör við það, ég tannburstaði mig kvölds og morgna og notaði munnskolið líka. Kannski var ég bara heppin. Almennt séð þá var þessi upplifun ekki jafn slæm og ég hélt að hún yrði. Þetta er subbulegt, en ég reiknaði með að vera nánast ælandi því þetta væri svo ógó. Ég hélt líka að ég gæti ekki haldið uppi samræðum og að ég yrði rúmliggjandi, ég gat alveg verið meðal fólks og ég var ekki það slöpp að ég gat ekki verið á fótum. Í sambandi við kláðann í tannholdinu þá fór hann síðast, ég fann ennþá fyrir smá kláða á gamlársdag sem var 2 vikum eftir aðgerðina. Svo fór hann bara hægt og rólega. 

Heilræði
-Kaupa auka steríla bómulla eða grisjur
-Skipuleggja lyfjagjafir þannig að þær stemmi við fyrirmæli
-Eiga gelpoka til að setja í fyrsti
-Hafa nóg af sjónvarpsefni, mæli með netflix
-Eiga til úrval af fljótandi fæði, mitt uppáhalds var royal karamellu búðingur, karamellu jógúrt, eplamauk, ís og meiri ís. 
-Ekki reyna að fara í vinnuna fyrr en viku seinna (það er svolítið snemmt líka)
-Ekki byrja að reyna að borða fyrr en viku seinna
-Hafa fólk til þess að dekra við þig

Ég var hæst ánægð með þá þjónustu sem ég fékk á tannlæknastofunni, þau voru öll svo indæl og gerðu þessa upplifun svo þægilega fyrir mig. Ég mæli eindregið með honum Júlíusi H Schopka. Ég fékk ekki sýkingu í mín skurðsár, enda dugleg að skola þau með vatni og munnskoli. Þau lokuðu sér vel eftir 2 mánuði og í dag er eins og það hafi aldrei verið tennur þarna. Ég er hrikalega stolt af mér fyrir að hafa þorað þetta, því ég vissi alveg að ef ég hefði látið taka tvær þá hefði ég aldrei farið aftur til að láta taka rest. Mér finnst þetta bara betra, því þetta verður hvort eð er ógeðslegt. 
Ég vil þakka mömmu minni, systrum mínum fyrir að þjóna mér og hlusta á vælið í mér. 

Sara R

No comments:

Post a Comment