Pages

Sunday, October 26, 2014

Það sem aðrir segja...



Ég ætla að skrifa annað blogg um lífið. Það er svo gaman.


Elsku kæri lesandi, ég get nánast ályktað það að þú hefur á þinni verið í kringum neikvætt fólk. Hvort sem þú gerðir þér grein fyrir því eða ekki. Hvort sem það er fólk sem er neikvætt gagnvart lífinu, öðru fólki eða þér sjálfri/sjálfum. Fólkið sem þú hefur í kringu um þig hefur svo mikil áhrif á lífið þitt og sjálfsmynd. Miklu meira en þú getur gert þér grein fyrir. 
Neikvætt fólk er blogg útaf fyrir sig en mig langaði sérstaklega að taka um það þegar annað fólk segir neikvæða hluti.

Ég man alltaf eftir fyrsta skiptinu sem fullorðin manneskja sagði mér að ég gæti ekki gert eitthvað. Ég fór í einkatíma til kennara í stærðfræði þegar ég var 17 ára. Mér finnst stærðfræði ekki skemmtileg og hef aldrei verið neitt sérstaklega góð í henni. Í fyrsta tímanum hjá þessum einkakennara sagði hann mér að ég gæti ekki lært þetta efni. Mér brá ótrúlega mikið, að það væri til fólk sem setti svona út á getu annara. Btw lélegasti kennari ever. 

Eftir þennan tíma fór ég gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri fyrsta skiptið sem fullorðin einstaklingur setti út á mig og mína getu. Það fékk mig til að hugsa hvað ég hafði verið heppin með það að foreldrar mínir eða aðrir einstaklingar sögðu mér ekki neikvæða hluti um sjálfa mig. Þrátt fyrir það var ég með lélega sjálfsmynd og sjálfsöryggi. Að búa í þannið aðstæðum þar sem fólk sem þú átt að geta treyst á fyrir hvatningu, rakkar þig niður er ömurlegt og klárlega ekki kjöraðstæður fyrir góða sjálfsmynd. Þetta þarf ekkert endilega að eiga bara við þær aðstæður þar sem fólk sem þú þekkir setur út á þig, heldur líka þegar ókunnugt fólk gerir það. Við höfum öll fengið einhver neikvæð komment frá einhverju random fólki, fólk er fífl.

Það er svo auðvelt að meðtaka neikvæð komment frá öðru fólki, það er miklu erfiðara að meðtaka jákvæð komment. Ég vildi óska þess að það væri öfugt, að við værum með einhvern switch þar sem hægt væri að snúa þessu við. En þetta er eitthvað sem verður að gerast með mannafli.
Ég hef tileinkað mér þann hugsunarhátt á síðast liðnum árum að geyma alla fallegu hlutina sem fólk segir við mig um mig í litlum læstum öryggisskáp í hausnum mínum og þegar mér finnst ég þurfa á því að halda þá kíki ég í hann. Öll neikvæðu kommentin eiga svo að vera gleymd en ekki geymd. Hugsa þá þegar einhver segir eitthvað neikvætt,
 ,,Nei, ég er ekki sammála''.
Ég get ekki sagt að mér takist að gera þetta alltaf, en samt þá er gott að tileinka sér þennan hugsunarhátt. 

Hver gefur öðru fólki rétt til þess að hafa áhrif á þína sjálfsmynd? Hvað fær það sjálft út úr því að segja rakka þig niður? Það að láta sína sjálfsmynd ráðast af því hvað öðrum finnst um mann er fáranlegt, er það ekki? Við höfum öll nóg með okkur sjálf, það hefur enginn annar tíma til þess að búa til jákvæða sjálfsmynd fyrir þig þegar viðkomandi er að reyna að gera slíkt hið sama með sig. 

Ég vona að þessi lestur fái ykkur til að hugsa um alla hlutina sem ykkur finnst vera að ykkur sjálfum og athuga hvort að þeir hlutir séu eitthvað sem einhver annar kom fyrir í hausnum á ykkur. 

Sem dæmi þá fannst mér hnén á mér alltaf rosalega ómyndarleg af því einhvern tíman sagði einhver asni mér að þau væru svo útstæð beinaber. Núna finnst mér þau bara frábær, ekkert að þessum hnjám.

Mér finnst þetta kvót æði, kannski finnst ykkur það líka.


If you don't like something in your life, change it. If you can't change it, change your attitude.
-Maya Angelou

XX,
Sara R

No comments:

Post a Comment